Alzheimer rænir þig ekki bara nútíð og framtíð, heldur fortíð þinni líka

 

Flesti sjúkdómar takmarka getu þína til að njóta dagsins og jafnvel framtíðarinnar. Alzheimer rænir þig ekki bara nútíð og framtíð, heldur fortíð þinni líka. Minningarnar og tilfinningarnar sem tilheyra þeim, ástvinir og hugmyndirnar sem við varðveitum með okkur um þá, hverfa í móðuna sem heitir Alzheimer. Alzheimer rænir þig að lokum öllu sem gerir þig að þér.

Sem tilraun til þess að umræðan fari ekki öll í vandlætingu á höfundi téðra ummæla, þótt hún kunni að vera verðskulduð , birti ég hér að neðan 10 algengustu einkenni sjúkdómsins sem kenndur er við Alzheimer.

Minnisleysi

Fólk gleymir oft nýlegum upplýsingum og getur ekki munað þær, jafnvel þó síðar sé.

Eðlilegt er að ; Gleyma stöku sinnum nöfnum og dagsetningum.

 

Að eiga erfitt með að framkvæma dagleg verk.

Fólk á í erfiðleikum með að skipuleggja og framkvæma dagleg verk. það getur átt í erfiðleikum með að elda mat, velja símanúmer eða taka þátt í leikjum.

Eðlilegt er að; Muna ekki endrum og eins hvers vegna þú fórst inn í herbergið eð a hvað þú ætlaðir að segja.

 

Erfiðleikar með mælt mál 

 Fólk með Alzheimer sjúkdóminn, man oft ekki einföld orð eða nota í stað þeirra óalgeng orð þannig að erfitt verður að skiljamálfar þeirra. Það er kannski að leita að tannbursta og segir þá; "þetta sem ég set í munninn".  

Eðlilegt er að; Fólk lendi af og til í erfiðleikum með að finna rétt orð.

 

Að ruglast á tíma og staðsetningu.

 Fólk með Alzheimer getur villst í nágrenni heimilis síns, gleymt með öllu hvar það er statt og hvernig það komst þangað sem það er statt og veit ekki hvernig það á að komast heim.

 Eðlilegt er að; gleyma stundum hvaða dag þú átt að vera einhversstaðar.

 

Slæm dómgreind.

 Þeir sem þjást af sjúkdóminum eiga það til að klæða sig á óviðeigandi hátt, geta farið í margar peysur á heitum degi eða litlu sem engu í köldu veðri. Dómgreind þeirra er skert og það getur átt það til að eyða háum peninga-upphæðum í símasölumenn.   

Eðlilegt er að; Gera eitthvað kjánalegt endrum og eins.

 

Að eiga erfitt að hugsa rökrétt 

Alzheimer sjúklingar eiga venjulega erfitt með að framkvæma flókin verk, gleymir gildi talna og hvernig á að nota þær.    

Eðlilegt er að; Finnast erfitt að reikna saman í huganum stöðuna á kortinu þínu.

 

Að týna hlutum 

Fólk með Alzheimer á það til að setja hluti á mjög óvenjulega staði; straujárnið í ísskápinn eða úrið sitt í sykurskálina.

Eðlilegt er að; Finna ekki lyklana eða veskið sitt af og til.
 
Breytingar á skapferli 

 Alzheimer sjúklingar geta sýnt mjög skjóttar skapferlisbreytingar. Frá ró getur grátur sótt að því og síðan reiði, án sýnilegra orsaka.

Eðlilegt er að; Að finna til sorgar eða reiði af og til.

 

Breytingar á persónuleika

Persónuleiki Alzheimer sjúklingar getur breyst mjög mikið. Þeir verða mjög ringlaðir, finnst annað fólk grunsamlegt, verður auðveldlega hrætt og háð öðrum fjölskyldumeðlimum. 

Eðlilegt er að; Persónuleiki fólks breytist lítillega með aldrinum.
Skortur á frumkvæði 

 Alzheimer sjúklingar geta misst allt frumkvæði. Það getur setið fyrir framan sjónvarp klukkustundum saman, sefur meira en vant er og vill ekki taka þátt í daglegum störfum. 

Eðlilegt er að; Verða þreyttur á vinnunni eða samfélagskyldum.