Alzheimer - sjúkdómur

 • Hvað er Alzheimer-sjúkdómur?

Alzheimer-sjúkdómur leiðir til hrörnunar heilans og vitglapa (dementia). Einkenni sjúkdómsins koma fyrst og fremst fram í lélegu minni og þverrandi hæfni til að takast á við lífið og tilveruna. Sjúklingurinn missir raunveruleikatengsl. Sjúkdómurinn þróast hægt á nokkrum mánuðum allt upp í hálft ár. Í byrjun getur verið erfitt að átta sig á hvort um er að ræða sjúkdóm, það kemur þó fljótlega í ljós þegar einkennin fara að segja til sín. Sjúkdómurinn er einkum algengur hjá rosknu fólki en til eru dæmi um að hann herji á ungt fólk. Sjúkdómurinn þróast hægt en bítandi og leiðir til dauða eftir 7 til 10 ár. Alzheimer-sjúkdómur er algengasta orsök andlegrar hnignunar, vitglapa. Það má reikna með því að 4,4% fólks yfir 65 ára fái sjúkdóminn og 22.2% fólks yfir 90 ára. Þar sem meðalaldur okkar er alltaf að hækka þá eykst líka fjöldi þeirra sem þjást af Alzheimer.

 

 • Hver eru einkennin?
 • Minnistap, sem kemur fram sem skert færni á vinnustað.
 • Erfiðleikar við að framkvæma flóknari verk, sem áður voru auðveld.
 • Talörðugleikar
 • Einstaklingurinn áttar sig illa á tíma og stað
 • Dómgreindarleysi
 • Erfiðleikar við rökhugsun
 • Hugarfarsbreytingar
 • Persónuleikabreytingar
 • Skortur á frumhvæðiÁ byrjunarstigi Alzheimer-sjúkdóms er sjúklingurinn meðvitaður um að minnið byrjar að bresta. Þegar á líður minnkar þessi meðvitund. Tímabilið fram að þessu getur valdið óþægindum. Tilfinningar eins og hræðsla, ringulreið og vonleysi geta verið áberandi. Þessar óþægilegu tilfinningar hverfa hjá sjúklingnum þegar sjúkdómurinn ágerist. 

Sjá meira