Einkarekin heimaþjónusta

Einkarekin heimaþjónusta 

Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í að veita fjölbreytta velferðarþjónustu og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Slíka þjónustu er hægt að kaupa óháð mati sveitarfélaga á þjónustuþörf. Hana má nýta meðan beðið er eftir úrræði á vegum sveitarfélaga eða til viðbótar við hefðbundna heimaþjónustu og heimahjúkrun. 

Í Reykjavík eru tvö slík fyrirtæki: Sinnum og Vinun

Á Akureyri er eitt slíkt fyrirtæki: Umhuga

Heimaþjónusta

Félagsleg heimaþjónusta

Þjónustan er fyrir fólk sem býr í heimahúsum og getur ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar færni. Einnig aðstoð við þrif,  heimsendur matur, innlit og stuðningur ýmis konar. Sótt er um þjónustuna hjá félagsþjónustunni. Reglur um félagslega heimaþjónustu í þínu sveitarfélagi getur þú fundið með því að smella hér

Heimahjúkrun

Hjúkrunarfræðingar sinna heimahjúkrun með það að markmiði að styðja við búsetu í heimahúsi svo lengi sem mögulegt er. Sækja þarf sérstaklega um heimahjúkrun í sínu sveitarfélagi. Nánar má lesa um verksvið heimahjúkrunar með því að smella hér

Akstursþjónusta

Þegar sjúklingur með Alzheimers sjúkdóm hættir að keyra bíl er hægt að sækja um akstursþjónustu. Umsókn um akstursþjónustu má nálgast hjá félagsþjónustu hvers sveitarfélags fyrir sig og á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. 

Heimsendur matur

Heimsendur matur er ætlaður þeim sem geta ekki annast matseld sjálfir og hafa ekki tök á að borða í næstu félagsmiðstöð. Öllum sveitarfélögum ber skylda til að bjóða upp á heimsendan mat til þeirra sem metnir eru í þörf fyrir slíka þjónustu.

Sjá lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 40. gr. 

Tekið af vef alzheimer.is