Einmanaleiki/einsemd

Einmanaleiki/einsemd

Einmanaleiki hefur áhrif á okkur öll,  sérstaklega á eldra fólk. Umhuga ehf heimaþjónusta er í einstakri aðstöðu til að aðstoða við að draga úr einmanaleika, starfsmenn okkar geta stundum verið einu mannlegu samskiptin sem viðskiptavinir okkar eiga yfir daginn.

Í Bretlandi var nýlega gerð skoðanakönnun hjá 1.000 yfir 65-ára. Það eru 11.4 milljón manns í Bretlandi á aldrinum 65 ára og eldri. Þegar niðurstöðurnar eru framreiknaðar fyrir íbúa þar í landi koma í ljós átakanlegar niðurstöður sem sýna að 1,3 milljónir eldri borgara eyða sem nemur tveimur mánuðum á ári í einsemd.

Enn fremur kom fram:

• Tvær milljónir (18%) hafa eytt viku án þess að sjá nokkurn.

• Fjórar milljónir (36%) hafa haft samband við minna en einn einstakling á dag.

• 4,5 milljónir (39%) segjast vera einmana annað hvort oft eða stundu.

• 3,4 milljónir (30%) myndu ekki viðurkenna fyrir sínum nánustu að þeir eru einmana.

• 5,4 milljónir (47%) segja að þeir hafa ekki aðgang að öðrum til að draga úr einmanaleika.

Niðurstöðurnar voru jafnvel meira átakanlegri fyrir konur, sem að meðaltali lifa lengur. Konur, sem eru 70% af fólki yfir 65 ára, eru tvisvar sinnum líklegri til að eyða að minnsta kosti tveimur mánuðum á ári einar. 1.1 milljón eldri kvenna (14%) eyða tveimur mánuðum á ári einar í samanburði við 200.000 eldri karla ( 7%).

Með öðrum orðum konur eru líklegri til að hafa varið lengri tíma einar en eldri karlar. 21% af kvenkyns svarenda sögðust hafa verið í viku eða lengur án þess að tala við annan mann samanborið við 14% karla.

Þessar átakanlega tölfræði sýnir hversu mikið vandamál einmanaleiki er í Bretlandi. Þetta vekur aftur spurningu hvort ástandið er nokkuð betra hér á Íslandi?

Breytingar á samfélagi okkar gera það að verkum, að sérstaklega eldra fólk, er að eyða meiri og meiri tíma eitt. En það að eyða tíma einn þýðir ekki sjálfkrafa að viðkomandi búi við einmanaleika. Þegar fólk hefur sterk tengsl við aðra sem virðir það, sýnir því umhyggju og áhuga gerir það að verkum að áhrif hverrar heimsóknar varir lengi. Starfsmenn Umhuga  hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þessu sambandi. Þess vegna sem við erum stolt af hverri heimsókn til viðskiptavina okkar. „Hver heimsókn skiptir mál!“

Hvað er til ráða?

Það er mikilvægt að muna að einmanaleiki getur haft áhrif á alla, á hvaða aldri sem er. Hér að neðan eru tillögur fyrir eldra fólk til að hafa samband við aðra sér og öðrum til gagns.

Brostu, þó að það sé erfitt

Gríptu hvert tækifæri til að brosa til annarra eða hefja samtal - til dæmis, við afgreiðslumann í búð eða mann við hliðina á þér í biðstofunni. Ef þú ert feiminn eða ekki viss hvað þú átt að segja, reyna að spyrja fólk um hagi þess.

Bjóddu vinum í kaffi

Ef þú ert einn og líður illa, Þá er freistandi að hugsa sem svo að enginn vilji heimsækja þig. En oft eru vinir, fjölskylda og nágrannar þakklátir að fá boð um að koma og eyða smá tíma með þér.

Notaðu símann

Að spjalla við vin eða ættingja í gegnum síma getur verið næst besti kosturinn til að vera með þeim.

Lærðu að meta tölvuna

Ef vinir þínir og fjölskylda búa langt í burtu, þá er góð leið til að vera í sambandi, sérstaklega við barnabörnin, að nota tölvu eða spjaldtölvu.

Þú getur deilt tölvupósti og myndum með fjölskyldu og vinum, spjallað ókeypis  með þjónustu eins og Skype, FaceTime eða Viber, og eignast nýja „vini“ á netinu " eða tengst við gamla vini á Facebook eða Twitter.

Spjaldtölva getur verið sérstaklega  góð ef þú átt ekki auðvelt með að komast um,  þar sem þú getur setið með hana á hné eða er jafnvel rúmliggjandi og skjárinn er skýr og bjartur. Bókasöfn, félagsmiðstöðvar og sumir framhaldsskólar eins og  Menntaskólinn á Akureyri halda reglulega námskeið fyrir eldra fólk til að læra undirstöðunotkun tölva - auk þess að vera góður staður til að hittast og eyða tíma með öðrum.

Taktu þátt í félagsstörfum

Fer eftir því hvar þú býrð, ef til vill hefur þú möguleika  að syngja í kór, vera í gönguhóp, bókaklúbbur, spila og þess háttar.

Notaðu dagbók

Það getur hjálpað þér að draga úr einmanakennd ef þú skráir í dagbók það sem þú ætlar að gera í næstu viku og þú getur  hlakkað til hvers dags að fara göngutúr,  kaffihús, bókasafn, íþróttamiðstöð, kvikmyndahús eða safn.

Ferðastu

Ekki bíða eftir að  fólk að komi til að heimsækja þig - ferðastu til að heimsækja það.

Einn kostur við að vera eldri er að almenningssamgöngur eru ódýrari. Hafðu samband við sveitafélagið og aðra sem annast almenningssamgöngur til að fá frekari upplýsingar.

Hjálpaðu öðrum

Notaðu þekkingu og reynslu sem þú hefur öðlast um ævina til að miðla aftur til samfélagsins. Þú munt uppskera í staðinn, svo sem nýja færni og sjálfstraust - og vonandi líka nokkra nýjja vini.

Það eru endalaus sjálfboðaliðastarfs tækifæri sem kalla á eiginleika og færni aldraðra, svo sem þolinmæði og reynslu..

Farðu í skóla eða sæknu námskeið

Skólar og ýmis námskeið gefa eldra fólk tækifæri til að læra eða gera eitthvað nýtt. Þar gefst þér tækifæri að gera eða læra eitthvað sem þú getur aldrei gert áður. Hafðu í huga að þetta er frábær staður til að hitta fólk og eignast nýja vini.