Eldra fólk - heilsan og líðan

Eldra fólki, sem er við góða heilsu, hæfir yfirleitt almennt fæði þar sem tekið er mið af ráðleggingum um mataræði og næringarefni. Hætta á næringarskorti eykst hins vegar ef matarlyst minnkar og þá þarf að gera sérstakar og oft einstaklingsbundnar ráðstafanir. Orkuþörf minnkar með aldrinum, aðallega vegna vöðvarýrnunar og minni hreyfingar. Þörf fyrir vítamín, steinefni, prótein og trefjaefni minnkar hins vegar ekki að sama skapi. Því þurfa öll næringarefni að vera til staðar í minni fæðuskömmtum.

Hér á síðunni eru almennar ráðleggingar sem henta heilbrigðu eldra fólki.

Einnig eru í Handbók um mataræði aldraðra ráðleggingar sem geta gilt fyrir þá sem þjást af ýmsum sjúkdómum (t.d. sykursýki tegund 1 eða 2, tyggingar- eða kyngingarvandamáli, háþrýstingi, næringarskorti o.fl.). Handbókinni er ætlað að auðvelda þeim störfin sem vinna við að skipuleggja matseðla og útbúa mat fyrir aldraða eða vinna við hjúkrun aldraðra. Efnið á erindi jafnt til þeirra sem vinna á stofnunum fyrir aldraða og þeirra sem elda mat sem sendur er heim.

Skoðið endilega síðuna með að tvísmella hér.