Þunglyndi aldraðra

Hvað er þunglyndi hjá öldruðum?

Þunglyndi er algengt meðal aldraðra. Þar spila margir þættir inn í, svo sem lakari líkamleg heilsa, einsemd og breytt félagsleg staða. Þunglyndi er algengara hjá þeim sem eru einmana, hafa misst maka sinn, eiga við líkamlega sjúkdóma að stríða eða búa við kröpp kjör. Margt bendir til þess að þunglyndi kunni að vera vangreint meðal aldraðra, hugsanlega vegna þess hvað fólk kvartar undan mörgum líkamlegum kvillum sem fylgja þunglyndi. 

Vera má að einhverjir úr heilbrigðisstétt, sem annast gamalt fólk, eða ættingjar, líti á þunglyndiseinkennin sem ,,eðlileg" og því fái hinir öldruðu síður viðeigandi meðferð. Mikilvægara kann þó að vera að aldraðir einstaklingar sem þjást af þunglyndi átta sig e.t.v. ekki alltaf á því hvað er á ferðinni og líta á vanlíðan sína sem eðlilegan fylgifisk elli og lakari líkamlegrar heilsu. Einn af hverjum sex öldruðum sýnir einkenni þunglyndis, án þess aðstandendur og aðrir í umhverfinu verði þess varir. Færri en einn af þrjátíu eru svo þunglyndir að þeir greinast með þunglyndisröskun.

Hvað einkennir þunglyndi hjá öldruðum?

Sjá meira með því að klikka hér: