Um 350 einstaklingar á Íslandi eru með stóma

Fróðleikur um stóma

 

Orðið stóma er komið úr grísku og merkir munnur eða op. Úrgangur, þ.e. þvag eða hægðir, koma út um stómað á kviðnum. Stóma getur verið í ýmsu formi en helst er talað um ristilstóma (colostomy), garnastóma (ileostomy),  j-poka (J-pouch) og þvagstóma (urostomy).

Sá sem er með poka á kviðnum hefur enga stjórn á því sem kemur í pokann. Þess vegna þarf að gæta þess að tæma hann reglulega. Einnig þarf að gæta þess að skipta um poka og/eða plötu reglulega. Það er afar misjafnt hversu lengi plata endist hjá hverjum og einum. Sumir þurfa að skipta um allt daglega, aðrir láta nægja að skipta um á 5-7 daga fresti. Og þeir sem nota lokaðan poka þurfa vitaskuld að skipta oftar um en þeir sem eru með tæmanlega poka.

Flestir eru 4-6 vikur að jafna sig eftir aðgerð og geta þá snúið aftur til vinnu. Þeir sem stunda líkamlega erfiða vinnu þurfa að jafna sig í 2-3 mánuði. Þessi tími getur þó verið mun lendri ef um er að ræða langvarandi veikindi áður en til stómaðgerðar kemur. Í þeim tilfellum þar sem endaþarmur er fjarlægður, tekur það skurðsvæðið 5-12 mánuði að gróa vel.

Sjá nánar á heimasíðu Stómasamtaka Íslands með að smella hér