Heimaþjónusta

LystigarðurVið höfum öll mismunandi þarfir - þess vegna er margvísleg þjónusta okkar sniðin að hverjum og einum. Allt frá 1 klst. á viku upp í sólarhringsþjónustu alla daga ársins, til að skapa fólki aðstæður til að búa, með persónulegum stuðningi eða aðstoð, á heimili sínu með hækkandi aldri eða veikindum.

Allir þessir litlu hlutir í daglegu lífi okkar, sem við flest álítum sjálfsagða, geta orðið nánast óyfirstíganlegir þegar aldurinn færist yfir.

Kannski þarftu aðstoð við að koma sumarblómunum niður, þig langar að halda boð með örlítilli aðstoð við undirbúning þess eða bara að fara í gegnum geymsluna með örlítilli aðstoð svo fátt eitt sé upptalið.

Við bjóðum "að leysa aðstandendur af" fari þeir í ferðalög - nánast flest sem lýtur að því að bæta lífi við árin en ekki endilega bara árum við lífið!

Rétt heimaþjónusta á réttum tíma sem tekur mið af gildismati og óskum skjólstæðinga Umhuga getur verið:

 • ƒ        Samvera og samræður
 • ƒ        Aðstoð við ferðir og fylgd skjólstæðinga
 • ƒ        Aðstoð við afþreyingu, tómstundir og lestur
 • ƒ        Kaup á blöðum, tímaritum og bókum
 • ƒ        Aðstoð við að heimsækja nágranna og vini
 • ƒ        Fylgd í leikhús, kvikmyndahús, íþróttaviðburði o.s.frv.
 • ƒ        Fara yfir mataræði
 • ƒ        Samfylgd í göngutúrum
 • ƒ        Hjálp og hvatning við hreyfingu
 • ƒ        Koma skipulagningu á póst, reikninga og bréf
 • ƒ        Útbúa innkaupalista og aðstoð við innkaup
 • ƒ        Fara með ruslið
 • ƒ        Flokka og fara með í endurvinnslu
 • ƒ        Gluggaþvottur, snjómokstur og umhirða blóma
 • ƒ        Aðstoð við að kalla til iðnaðarmenn vegna viðhalds
 • ƒ        Létt heimilisþrif, ryksugun og afþurrkun
 • ƒ        Búa um og skipta á rúmum/þvottur og straujun
 • ƒ        Aðstoð við að skipuleggja fataskápa/skápa
 • ƒ        Fylgjast með útrunnum matvörum
 • ƒ        Undirbúa máltíðir
 • ƒ        Aðtoð við að sinna gæludýrum
 • ƒ        Sækja lyf
 • ƒ        Aðstoð við böðun og klæðnað
 • ƒ        Aðstoð við snyrtingu
 • ƒ        Innlit eftir heimkomu af spítala

Til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við okkur og við erum fús til að veita þær upplýsingar sem þú þarfnast.