20 atriði sem þarf að skoða

 

20 merki um að foreldrar þínir gætu þurft aðstoð

 1. Nýleg sjúkrahúsvist eða meiðsl.
 2. Flóknari heilsufarsvandamál og fjölgun lyfja.
 3. Viðburðum gleymt eða ekki mætt á réttum tíma.
 4. Óhreint húsnæði og óregla á hlutum.
 5. Skemmdur matur í ísskáp eða útrunnin matvæli í skápum.
 6. Stafli af óopnuðum pósti eða fullt pósthólf.
 7. Áminningar frá banka um ógreidda reikninga.
 8. Minnkandi þátttaka í athöfnum utan heimilis.
 9. Minni áhugi á áhugamálum eða afþreyingu.
 10. Athugasemdir um leiða eða einmanaleika.
 11. Erfiðleikar með gang eða jafnvægi.
 12. Óútskýrðir marblettir eða áverkar vegna falla.
 13. Færri baðanir eða líkamsumhirðu ábótavant.
 14. Lélegt mataræði og þyngdartap.
 15. Óútskýrðar beyglur eða rispur á ökutæki eða nýleg óhöpp.
 16. Breytingar á hugarástandi og öfgakenndar skapsveiflur.
 17. Gleymska, rugl og minnisleysi.
 18. Of þung eða of létt gæludýr.
 19. Skert geta til að sinna húsverkum, innkaupum og erindum.
 20. Gleyma að taka lyf eða taka meira en ráðlagt er.

Ef þú verður var/vör við einhver af þessum einkennum hjá foreldrum þínum eða ástvinum þá er mikilvægt að tala um það - fyrr en seinna. Ef þú bíður með það þangað til vandamál skapast er erfiðara að taka upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun um þá þjónustu sem þörf er á.

Sannleikurinn er sá að yfir tveir þriðju þeirra sem búa einir og þurfa á aðstoð að halda reiða sig einungis á fjölskylduna og vini. Sem betur fer þarft þú ekki að vera í þeirri stöðu að vera eini aðilinn sem getur veitt þínum nánustu aðstoð. Er Umhuga ehf - heimaþjónusta góður valkostur fyrir þig?