Umönnunaráætlun

Hvernig vinnum við umönnunaráætlun?

Við gerum umönnunaráætlun fyrir alla okkar viðskiptavini. Í henni kemur fram hvaða þjónusta er veitt, gildistími og vinnutilhögun. Við leggjum okkur fram um að tryggja að hún sé sniðin að hverjum einstaklingi. Áætlunin er sett upp í samráði við viðskiptavin, ættingja og aðra fagaðila sem koma að þjónustu við einstaklinginn. 

Hvernig notum við umönnunaráætlunina?

Umönnunaráætlunin hjálpar starfsfólki okkar að veita þá þjónustu sem óskað er eftir. Við komum óskum þínum á framfæri til starfsmanna okkar sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að mæta þörfum þínum.

Endurskoðun umönnunaráætlunar

Við förum reglulega yfir þær áætlanir sem gerðar hafa verið til að tryggja að viðskiptavinurinn fái umbeðna þjónustu. Umönnunaráætlunin er stöðugt til endurskoðunar.

Ef þú eða aðstandandi þurfa aðstoð við endurgerð umönnunaráætlunarinnar, er gott að fylgja skrefunum hér að neðan.

Skref 1

Hafðu samband við okkur um hverskonar aðstoð þú ert að leita eftir.

Skref 2

Við komum heim til þín og heyrum hvaða þarfir og óskir þú hefur.

Skref 3

Þegar þú hefur ákveðið að skipta við okkur setjum við upp umönnunaráætlun sem er sniðin að þörfum þínum og óskum.

Skref 4

Við útvegum starfsmann til að vinna með þér samkvæmt samþykktri umönnunaráætlun.